Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2010 | 16:54
"Fréttamennska" ??
Get ég gerst "fréttakona" bara með því að lesa statusa á facebook og skrifa síðan upp "frétt" úr honum og commentunum?
Ég bara spyr þar sem atvinnuleysið í landinu er svona mikið...
Vala Grand: Baldvin er með frænku sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2010 | 14:14
Erum við Kaþólsk?
Erum við ekki Lúthers trúar hér á þessu landi? Skriftir er eitthvað sem mér hefur alltaf fundist frekar kjánalegt við Kaþólsku trúna (eins og svo margt annað) Þú getur komið og játað morð og presturinn segir þér bara hversu margar Maríubænir þú átt að fara með svo þér líði betur! Afhverju var þetta tekið upp hér?
Æ ég er alltof þreytt til að tjá mig meira.
En finnst þetta umhugsunarvert!
Þagnarskyldan er algjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2010 | 19:22
Æji Bubbi
Hvað ertu að æsa þig? Mér fannst þetta hundleiðinleg plata og er ábyggilega ekki ein um það. Þetta er svona dúllíkrúttí "sjáðu hvað ég er sæt" tónlist sem er ekki list fyrir mér. Eitthvað sem 10 ára frænka mín gæti gert og jafnvel betur. En hvað veit ég? Ég hef ekki gefið út plötu eða verið með í Idol. Samt finnst mér endilega eins og það sé hlustandinn sem skiptir máli en ekki aðrir tónlistarmenn. Það erum jú við sem kaupum plötuna og hlustum á lögin ekki satt?
En ég ætlaði mér samt ekki að skíta yfir hana Hafdísi. Er bara fyrir löngu kominmeð upp í kok af þessum sköllótta big mouth.!
Bubbi hraunar yfir Sindra Eldon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 06:53
Góð fyrirsögn
Stúlka hafði samráð við réttargæslumann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.2.2008 | 05:39
Þið hljótið að vera að grínast!
Ellín - Elín < Ellen, Ellen < Elín, Elín + Ellen
Gídeón?
Bambi?
Hnikarr?
Vár - rándýr?
Guja?
Júlírós?
Æsir - hét að það væri til...
Svani?
Róman?
Úddi?
Vápni?
Hvað get ég sagt.. það á að leggja þessa mannanafnanefnd niður!
Hún bannar fullkomlega eðlileg nöfn en þú mátt samt sem áður skíra dóttur þína Flaka og AFTUR????
Ég er eiginlega bara orðlaus af hneykslan..
uss!!
Guja og Vár en ekki Curver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 22:48
Það er bara ekkert annað
Þar sem ég myndi nú telja þetta allraseinasta úrræði (ef endilega þarf að gera eitthvað í málinu) þá væri gaman að vita hvort hún hafi reynt eitthvað annað til að bæta sambandið áður en hún ákvað að best væri nú bara að koma henni úr vegi!!!
Finnsk stúlka grunuð um að skipuleggja morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2007 | 12:21
Almáttugur!!
Hvað er eiginlega orðið um heiminn í dag? Að taka lítinn hjálparlausan hund sem bara hefur kynnst góðu fólki og óttast því hvorki né tortryggir næstu manneskju og myrða hann á þennan hrottalega hátt?!! Myndu þessir sömu drengir taka lítið barn úti á götu og leika sama leikinn? Það kæmi mér ekki á óvart skal ég segja ykkur! Hundar og önnur dýr eru lífverur með sál og tilfinningar alveg eins og menn(kannski ekki þessir aðilar) og eiga ekkert illt skilið! Réttileg refsing væri að troða þessum drengjum ofan í tösku/poka og sparka þeim á milli svo að þeir átti sig á hversu ógeðfelldur glæpur þetta var hjá þeim! Þetta var ekkert annað en morð !
vá hvað ég er Ógeðslega reið!!!
Meint hundsdráp kært til lögreglunnar á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 21:20
Jæja Maja
Jamm og já. Þá er ég víst komin í stóran hóp blog.is notenda, merkilegt nokk! Bjóst nú ekki við því þar sem maður er nú alveg ánægður með bloggar.is. Það verður þá bara svona af og til sem ég blogga hér, ef ég sé eitthvað sniðugt eða já líka, ósniðugt! Sá nú til dæmis eitt svoleiðis á dag hjá henni Helgu Sigrúnu. Hvaða bull og vitleysa er það að ! Og svo segir hún bara að allir lesi þetta vitlaust! Ef að þetta er svona villandi þá finnst mér nú að hún ætti að umorða og endurskrifa svo það geti nú allir saman séð hvað hún var að meina! Og mér fannst nú bara hundlélegt hvernig þetta var gert í Kastljósinu. Ef ég hefði ekki lesið blogið hefði ég ekki haft hugmynd um hvernig málunum var háttað! En allavegana þá kveð ég nú úr mínu fyrsta bloggi hér á blog.is og bið ykkur bara að njóta kvöldsins.
Daddís út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)